Sara Heimis gerir upp Arnold Classic 2013
Arnold Classic var þvílík upplifun og reynsla. Var þar í viku og gisti á host hótelinu með góðum hóp af fólki. Byrjaði strax á að slaka á með fæturnar uppí loft við komu og koma mér gírinn.
Ég var mjög skipulögð og með allt á hreinu, enda búin að undirbúa mig í marga mánuði.
Í huga mínum var ég búin að upplifa þetta allt! Meðan ég tók brennslur, lyftingaræfingar, áður en ég fór að sofa og meðan ég keyrði milli staða. Ég ímyndaði mér það margoft að vera á sviðinu: þegar ég var að gera mig tilbúna fyrir svið, pumpa upp, taka seinasta djúpa andardráttinn áður en ég gekk inná sviðið með bros á vör og heyra nafnið mitt kallað. Gekk svo inná sviðið, heyra í öllu fólkinu, finna lyktina af taninu og spenningnum í loftinu.
Fyrir bragðið var ég andlega tilbúin og var sviðsframkoma mín ennþá betri útaf ró minni, hversu undirbúin ég var og hversu mikið ég var að njóta þessara stundar sem ég hafði beðið eftir í svo langan tíma. Að koma af Arnold sviðinu var yndisleg tilfinnning og mun ég aldrei gleyma því. Ég er mjög ánægð með formið mitt, enda vann ég hart að því á hverjum einasta degi. Ég er einstaklega ánægð með frammistöðu mina og að komast í topp 3, sem var markmiðið mitt.
Ég hitti mikið af frábæru fólki, þar á meðal nokkra Íslendinga og vil ég þakka þeim Hjalta Úrsus og Steingrími fyrir góðar móttökur og viðtölin eftir að ég gekk af sviðinu á Expo sýningunni.
Arnold Classic er mót sem allt helsta íþróttafólkið mætir á og er ég þakklát fyrir að hafa hitt margt af því fólki sem hafa meðal annars verið mér mikil hvatning í þessu sporti, má þar nefna Larissa Reis, Kai Greene, Nathalia Melo, Shawn Rhoden, Jay Cutler og margir fleiri.
Að keppa á svona stóru móti er upplifun sem ég mæli með að allir ættu að reyna að upplifa, þetta er hreint út sagt æðislegt þrátt fyrir smá óskipulag baksviðs en það getur alltaf komið fyrir.
Ég fór í nokkrar myndatökur meðan dvöl minni í Ohio stóð og hafði ég mjög gaman af því. Er mjög þakklát fyrir að hafa haft móður mina mér við hönd meðan á þessu stóð þar sem hún hefur verið minn helsti klettur í gegnum þetta allt.
Þjálfarinn minn, Tim Gardner var einnig með í för.
Eftir þetta mót er ég reynslunni ríkari og lærði mikið af þessu og fer í reynslubankann og kemur til með að nýtast mér á næstu mótum. Mitt næsta mót er eftir rúmar 8 vikur í Georgia og heitir Eastern Seaboard Championships síðan eru 2 mót í ágúst.
Þetta er það helsta sem ég hef ákveðið í bili þannig núna er ég aftur í fullum undirbúningi og hlakka mikið til, enda ekkert nema bjartir timar framundan. Fyrir það fólk sem er að fara keppa á næstunni, munið það að allur undirbúningur er mjög mikilvægur, þetta er 24/7 vinna! Maður þarf að vera skipulagður, matarræði, æfingar og pósur þurfa auðvitað að vera 100% og síðast en ekki síst að vera jákvæður.
Einnig að vera andlega tilbúin, vera með sterkan fókus á markmiðin sín og vera búin að sjá þetta fyrir sér. Hugurinn er sterkari en við mörg höldum þannig ef þú trúir að þú getir þetta, þá munt þú geta það! Aldrei gefast upp, þú ert sterkari en þú heldur.