Sara Heimis - Leiðin á Arnold classic
Fyrir 16 vikum hóf ég undirbúninginn fyrir Arnold Amateur í Columbus Ohio. Vikurnar hafa flogið áfram þar sem ég er búin að vera á fullu í skólanum og gengur það mjög vel. Er að ná góðum einkunnum og hef náð að tvinna skóla og æfingar ótrúlega vel saman.
Það er mjög mikilvægt að hafa jákvætt hugarfar og sterkann fókus á markmiðin manns þar sem þetta sport getur verið mjög erfitt andlega og tekur einnig á líkamlega vegna mikillar keyrslu alla daga.
Ég skipulegg mig vel, byrja daginn á því að taka morgunbrennslu útí góða veðrinu, labba hratt í 45 min og tek svo spretti í endann, fer í skólann, svo á æfingu, svo aftur í skólann, eftir það fer ég heim að taka seinni brennsluna mína sem er þá oftast agility sem er svipað og bootcamp æfingar eða tek brennslu á tæki í ræktinni.
Nýti svo kvöldin til að læra, elda og undirbúa mig fyrir næsta dag. Þetta eru búnar að vera strembnar vikur en einnig mjög skemmtilegar.
Ég skipti um þjálfara og lið í byrjun árs. Þjálfarinn heitir Tim Gardner og er IFBB & NPC dómari og er staðsettur í Tampa, Florida. Hann heldur nokkrar IFBB og NPC keppnir út um öll Bandaríkin og er hann einnig eigandi að Team Body Tech liðinu sem ég er komin í núna og er eitt af stærstu liðunum hérna úti.
Þetta er mjög samheldinn og skemmtilegur hópur og ætla mörg þeirra að koma og styðja mig á Arnold sem er bara æðislegt. Liðið hittist einu sinni í mánuði til að hafa fund, fara yfir pósur og eyða tíma saman.
Samheldni og þessi liðsheild er mjög mikilvæg því þetta er svo mikill stuðningur þegar maður er að undirbúa sig fyrir mót og einnig á “improvement season-i” sem margir kalla off season. En í þessu liði snýst þetta um að fara aldrei út af sporinu og halda sér í formi allan ársins hring og bæta sig ár frá ári.
Ég er svo komin með tvo nýja sponsora, þeir eru Muscleology sem er mjög gott fæðubótaefna fyrirtæki sem ég mun meðal annars byrja flytja inn til Íslands.
Er að gera demo fyrir þá, booth work, myndatökur og “represent-a þá”.
Hinn sponsorinn er Gym Life sem er mjög flott fatalína. Mun vinna á þeim booth á Arnold, á milli myndataka og fleira.
Þetta mun vera mitt annað ár að keppa og er ég mjög spennt fyrir komandi tímum. Ég mun líklega keppa á einu móti í maí, svo á Tampa móti sem þjálfarinn minn heldur í byrjun ágúst svo á North Americans í enda ágúst.
Þetta mun vera ekkert smá skemmtilegt og er ég mjög spennt fyrir þessu öllu. Arnold er handan hornsins og get ég ekki beðið eftir að sjá allt fólkið sem verður þarna og vonandi hitta á einhverja Íslendinga.
Þetta verður brjálað stuð og ætla ég að njóta þess í botn þar sem öll harða vinnan er búin og það skemmtilegasta er eftir.