Recomendations
Konrad Valur Gislason has trained a large set of athletes ranging from footballers to body builders and fitness competitors. Here are some recommendations from them. (Sorry this page is still in Icelandic.)
Ég er búin að vera í umsjá Konna frá því desember 2009. Ég keppi fyrst á Bikarmótinu 2009 og lenti í 3. sæti og fékk strax fitness bakteríuna eftir það og var þá búin að sjá að hann var maðurinn á bak við þá bestu. Svo ég ákvað strax eftir það mót að leita til hans því ég vildi halda áfram að keppa og bæta mig enn meira. Hann ráðlagði mér að við tækjum árs pásu í að keppa og færum beint í að byggja mig betur upp og hef ég tröllatrú á öllu sem Konráð segir og geri akkurat allt sem hann segir sumir segja mig líta hann sem annan guðinn minn en það má með vissu segja það :) Hann á líka stæstan þátt í öllum mínum árangri í sportinu og við náum vel saman, ég er með fullkomnunar áráttu á háu stigi og það líkar honum vel, geri hlutina eftir bókinni and it works ;) Hann hefur roslalegan áhuga fyrir vinnunni sinni og er alltaf með svör við öllu. Ég get ekki hugsað mér betri þjálfara.
- Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir
Ég byrjaði hjá Konna í ágúst 2010 og stefndi ég þá á unglingafitness í nóvember. Ég vissi ekkert úti hvað ég var að fara og hjálpaði Konni mér alveg ótrúlega mikið, hann var alltaf til staðar fyrir mig ef ég var með einhverjar spurningar varðandi mataræði, æfingar eða bara daglegt líf. Hann veit bókstafega allt sem kemur þessu sporti við og kemur hann alltaf með góð rök á bakvið öll svör og er ekkert að flækja hlutina meira en þarf. Konni hjálpaði mér að ná minum besta árangri á aðeins 3 mánuðum, ég missti 14kg og fór niður um 14% af fitu með hans hjálp og náði ég 2 sæti á bikarmóti IFBB. Það er endalaust hægt að tala um hversu mikill snillingur þessi maður er í sínu fagi og sinnir hann vinnunni sinni af ótrúlega miklum áhuga.
Ég mæli klárlega með honum Konna ef fólk er að stefna á keppni í fitness/módelfitness eða vaxtarrækt eða bara koma sér í flott form.
- Erna Björnsdóttir
Konráð Valur er besti þjáfari sem ég hef kynnst, ég losaði mig við ýmis veikindi eftir að ég fór eftir hans leiðbeiningum, hann er svo vel að sér í öllum þessum málum,mjög skemmtilegt að vera með uppsafnaðar flóknar spurningar og fá ítarleg svör við þeim öllum sama hverju þær tengjast. Hvetjandi að hafa þjálfara sem er sjálfur svona agaður og mikil fyrirmynd, er svakalega þakklát fyrir allt sem hann hefur gert hann er jafn yndislegur og hann er kröfuharður.
- Ásta Björk Bolladóttir
Eftir að ég hóf keppni aftur árið 2011 eftir langt hlé fékk ég Konráð til þess að aðstoða mig við nánast alla þætti er koma að undirbúningi fyrir fitness mót. Til dæmis æfingar, matarræði, niðurskurð og marga aðra þætti er snúa að fitness og vaxtarrækt. Konráð var mér sem ótæmandi brunnur upplýsinga sem ég þurfti á að halda til þess að mér gengi sem best enda klikkaði ekkert hjá mér í síðustu 2 mótum þar sem ég bar sigur úr býtum. Ég get að stórum hluta þakkað Konna það því það var hann sem leibeindi mér með gríðarlega marga hluti og þá sérstaklega með þá hluti er snéru að niðurskurði, réttu mataræði, fitumælingu og vatnslosun. Án aðstoðar Konna hefði mér e.t.v ekki gengið svona vel því það má oft lítið útaf bera. En með því að fylgja leiðbeiningum og ráðum frá Konna þá náði ég mínum markmiðum 100%.
- Elmar Diego
Ég vill bara þakka fyrir mig, þakka fyrir allt peppið, yndislegt að vera í þjálfun hjá þér Konni... Ögrandi prógram, hjálpsemi þín og fagleiki er til fyrirmyndar og ég er hrikalega sátt með þig að öllu leiti.
- Heiða Óladóttir
Vil bara þakka frábærum þjálfara fyrir alla hjálpina, hefði aldrei geta þetta án þín Konni.
- Hólmfríður Ósk Guðbjörnsdóttir
Konni er þálfari sem hefur gríðanlegan metnað fyrir því sem hann er að gera, gerir hlutina100% og gefur allt sem hann á svo kúnnanrnir hans nái sem lengst. Það er alltaf hægt að leita til hans, sama hvort það sé eitthvað vit í spurningunni eða ekki. Hann reynir allt sem hann getur til þess að hjálpa þér að finna góðar lausnir. Konni er búinn að vera lengi í þessu sporti og býr hann að mikilli þekkingu og reynslu sem fáir hér á landi geta státað sér að. Konni er gríðalega góður þjálfari sem hefur hjálpað mér að ná mínum markmiðum. Heimsklassaþjálfari!!
- Inga Lára Jónsdóttir
Ég hafði samband við Konna síðla sumars 2010. Þá var mig farið að klæja í fingurna í að komast í fitness form og ná þeim árangri sem mig hafði lengi dreymt um. Ég las viðtal við Einhildi ýr sem hafði verið í þjálfun hjá Konna, setti mig í samband við hann í kjölfarið og sagði honum frá vonum mínum og markmiðum tengda líkamlegu formi. Hann var strax tilbúinn að taka mig að sér og hjálpaði mér að ná lengra en ég vonaðist til. Hann er hvetjandi þjálfari og það er mjög gott að leita til hans, bæði er hann mikill klettur og fitness-alfræðiorðabók. Hann leggur mikla vinnu í að aðstoða okkur að fremsta megni og er við símann þegar aðrir þjálfarar vildu frið yfir sunnudagssteikinni. Í keppnisundirbúningi er jafnvægi mikilvægt og hann gefur af sér fullkomið jafnvægi hvatningar, aga og léttleika. Hann leggur mikið upp úr heilbrigði og leggur jafn mikla áherslu á að við höldum mataræðinu hreinu og að við missum ekki úr máltíð. Ég finn að hann hefur mikinn metnað fyrir sportinu og okkur skjólstæðingum hans og ég get varla hugsað mér mótsundirbúning án hans hjálpar.
- Inga María Eyjólfsdóttir
Ég er búinn að þekkja Konráð síðan árið 2009. Þá leitaði ég til hans í fyrsta skipti. Hann aðstoðaði mig fyrir Bikarmót 2009 síðan Íslandsmót 2010 og Grand Prix Reykjavík. Á Íslandmótinu varð ég í 3. sæti og 1. sæti á Grand Prix Reykjavík. Árið 2011 varð ég Íslandsmeistari og náði 4. sæti á Grand prix Osló keppti á Norðulandamóti haustið 2011 var þar í 5. sæti og 3. sæti Bikarmóti.
Konráð hefur í gegnum tíðina hjálpað mér mjög mikið sérstaklega með matarprógram Vatnslosun og hleðslu fyrir mót. Gefið mér andlegan stuðning og hjálpað mér að halda áfram þegar á móti hefur blásið. Konráð er virkilega góður þjálfari sem alltaf er hægt að leita til. Hann starfar við þjálfun og gefur allt í það starf. Konráð hefur þjálfað mikið af keppnisfólki sem hefur náð virkilega góðum árangri bæði hér á Íslandi og erlendis.
Það er mál manna hér á Íslandi að keppni í fitness og vaxtarrækt væri ekki sú sama ef Konráð nyti ekki við. Því er ég algjölega sammála. Það er nauðsynlegt að hafa góðan þjálfara sér við hlið og vonandi fæ ég tækifæri að njóta hans aðstoðar um komandi ár.
- Kristján Geir Jóhannesson
Mig langar að segja takk endalaust við Konna þjálfara fyrir að nenna að hafa mig í þjálfun af því ég er örugglega ekkert auðveldasti kúnninn með mitt skakka bak og kraftlausu hægri hlið. Þegar ég þurfti að byrja á því að læra að skríða fyrst eftir slysið þá bjóst enginn við því að einn daginn myndi ég fara ásamt nokkrum öðrum stelpum alla leið til Ohio á Arnold classic að keppa á bikiníinu einu fata. Takk Konni :)
- Sandra Jónsdóttir
Ég heiti Sif Sveinsdóttir og ég hef verið í þjálfun hjá Konráð Val Gíslasyni meira og minna síðan árið 2008. Á þessum tíma hef ég umbreytt lífi mínu til hins betra með heilbrigðum lífsstíl og náð gríðarlegum árangri bæði á opinberum vettvangi og í mínu einkalífi.
Ég hef keppt á 7 fitnessmótum með frábærum árangri með hann sem þjálfara og í gegnum allt þetta ferli hefur hann verið mín stoð og stytta. Allt frá því að hvetja mann áfram á æfingu, kenna manni að æfa rétt og borða rétt til að hámarka árangurinn yfir í það að skora á sjálfa mig og setja mér háleit markmið og ná þeim.
Konráð er vinnusamur og stundvís og hann lætur sér annt um kúnnana sína enda held ég að hann sinni vinnunni sinni betur heldur en einkalífinu og maður finnur hvað honum þykir gaman að vinnunni sinni og hversu vel hann sinnir öllum þeim hópi keppenda og viðskiptavina sem hann hefur á sínum snærum eins og reynslan hefur sýnt.
Hann hefur þjálfað flest allt okkar besta fitness og vaxtarræktar fólk í dag og framúrskarandi árangur þeirra sem hafa verið í þjálfun hjá honum er eftirtektarverður. Þegar þú ferð í þjálfun hjá honum þá ertu kominn í góðar hendur og þér verður leiðbeint alla leið að takmarkinu.
Ég hef aldrei kynnst neinum eins og Konna. Hann er frábær vinur, viskubrunnur og getur svarað öllum þeim spurningum sem lagðar eru fyrir hann er varða heilsu og þjálfun. Hann er námsfús og les sér vel til um allt sem hann gerir.
Enginn annar þjálfari á jafn marga keppendur sem stíga á svið og á verðlaunapall á hverju ári. Þetta sport væri ekki jafn vinsælt á Íslandi og raun ber vitni ef hann væri ekki svona frábær þjálfari. Öll æfingaprógrömm frá honum eru sérsniðin fyrir þarfir hvers 100%. Konráð er þjálfari á heimsmælikvarða.
Ég gæti ekki gefið nokkrum manni betri meðmæli en hann fær frá mér.
- Sif Sveinsdóttir
Mér hefur alltaf langað að byrja að æfa fyrir fitness og lét verða að því og hringdi niður í World Class og spurði hvaða þjálfara ég ætti að tala við ef mér langaði að keppa í módel fitness. Mér var bent á hann Konna og sé ég alls ekki eftir því að hafa valið hann. Hringdi í hann og hann var rosa ljúfur og bauðst til þess að hitta mig bara strax daginn eftir og ræða málin. Fór ég í fjarþjálfun hjá honum og náði rosa góðum árangri. Ég var með endalausar spurningar fyrir hann því ég var svo ný í þessu sporti. Alltaf svaraði hann strax og vissi svör við öllu! Held það sé ekkert í þessu sporti sem hann veit ekki. Stóð hann við bakið á mér í köttinu og gat maður alltaf leitað til hans þegar maður þurfti að fá smá pepp. Konni er frábær þjálfari og veit alveg hvað hann er að gera. Fylgist vel með manni á undirbúningstímabili og býr til frábær lyftingarprógrömm. Mæli hiklaust með honum sem þjálfara fyrir þá sem vilja ná langt í þessu sporti því hann Konni gefur ekkert eftir og kemur manni alla leið.
- Súsanna Helgadóttir
Þegar ég ákvað að taka þátt í módelfitness kom enginn annar þjálfari til greina hjá mér en Konráð Valur. Ég var búin að fylgjast með fitness keppnum í langan tíma og fannst stelpurnar ásamt strákunum sem komu frá honum alltaf í lang flottasta forminu. Ég byrjaði hjá honum í byrjun september 2011 og keppti í apríl 2012 og var þá komin í besta form lífs míns. Hann gerir miklar kröfur til þeirra sem koma til hans í þjálfun sem er ótrúlega hvetjandi og aðhaldið, sérstaklega fyrir mót er mjög gott. Æfingarnar eru einnig mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Ég mæli hiklaust með Konna sem þjálfara og á ég honum svo mikið að þakka.
- Vera Sif Rúnarsdóttir
Elsku Konni,
Takk kærlega fyrir ótrúlega traustan og góðan stuðning fyrir mótið, Icelandic health and fitness expo 2010. Þú ert lang besti fitness þjálfari landsins og það hefur alltaf sýnt sig ár hvert ! Ég hefði aldrei náð þeim árangri sem ég náði fyrir þetta mót án þinnar hjálpar og ég hef lært ótrúlega mikið af þér sem ég nýti mér í svo mörgu öðru nú í dag. Þú ert frábær og ég gæti ekki hugsað mér betri þjálfara en þig. Takk Konni minn, þú ert yndislegur!
- Bríet Hjaltalín
Það að hafa farið í þjálfun hjá Konna er mögulega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég hef verið hjá honum í fjarþjálfun í meira en ár og aldrei verið í betra formi. Æfingarnar eru fjölbreyttar, krefjandi og skemmtilegar og árangurinn talar sínu máli. Líkaminn minn hefur tekið þvílíkum stakkaskiptum og mótast á þann hátt sem ég bjóst aldrei við að hann mögulega gæti.
- Aníta Rós Aradóttir
Þegar ég ákvað að keppa í fyrsta skipti leitaði ég til Konna um miðjan desember 2012 og hann mældi mig út og setti mig á skemmtilegt og krefjandi prógram sérsníðað að því sem ég þurfti að bæta fyrir keppni. Ég fylgdi því sem hann sagði mér í einu og öllu og landaði síðan öðru sæti í mínum flokki á mínu fyrsta móti!
Ég hef æft líkamsrækt í 5 ár mjög stíft og alltaf verið í fínu formi en eftir að hafa byrjað hjá Konna hafa þvílíkar bætingar átt sér stað og hann hefur náð að toppa formið mitt algerlega og tala nú ekki um kúlurassinn sem æfingarnar hans hafa skilað mér. Hann er ótrúlega fagmannlegur og almennilegur og liggur ekki á sínum skoðunum. Mæli hiklaust með honum sem þjálfara fyrir alla þá sem vilja komast í besta form ævi sinnar og mæta nýjum og krefjandi æfingum í hverjum mánuði.
- Una Björg Guðmundsdóttir
Mig langaði alltaf til þess að prufa að keppa og ætlaði loksins að láta verða af því og stefndi á Íslandsmótið um páskana. Ég var búin að heyra margar góðar sögur af Konna og var það eiginlega ekki spurning um að fá annan þjálfara en hann. Konna þakka ég mikið fyrir að hjálpa mér að bæta það ég þurfti að bæta og ná mínum markmiðum. Ef ég stefni á annað mót mun ég pottþétt biðja hann um að hjálpa mér aftur :) Takk fyrir mig
- Hlín Arngrímsdóttir
Ég hafði heyrt ótrúlega góða hluti um Konna áður en ég byrjaði í fitnessinu og var mér sagt að hann væri klárlega besti þjálfari sem ég gæti farið til. Ég fór eftir þeim fyrirmælum og sé svo sannarlega ekki eftir því! Ekki nóg með að prógrömmin hans séu frábær heldur hefur hann líka alltaf svörin við öllu sem tengist sportinu. Hann er einnig frábær fyrirmynd þar sem hann er einkar metnaðarfullur og mikill íþróttamaður, alltaf í toppformi en þannig lífstíl vil ég einmitt tilheyra!
- Katrín Ösp Jónasdóttir
Ég á Konna mjög mikið að þakka. Hann hefur hjálpað mér að ná ennþá lengra og koma mér í þann lífstíl sem mig hefur alltaf langað til að vera í, hann hefur kennt mér mjög mikið varðandi rétt mataræði og mismunandi æfingar. Er sá allra besti þjálfari sem ég hef nokkuð tíman haft, er alltaf tilbúin að hjálpa sama hvaða tíma dags það er og er alltaf með svör við öllu. Rosa duglegur að breyta til og gera nýjar og fjölbreyttar æfingar sem lætur mann finna rosalega fyrir þegar maður er orðin of fastur í vananum. Gæti ekki verið ánægðari með að vera með hann sem þjálfara. Konni veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hugsar mjög vel um sína, frábær þjálfari og vinur, því mæli ég sérstaklega með honum ef þú stefnir á fitness keppni eða vilt vera í flottu formi allan ársins hring.
- Andrea Sif Jónsdóttir
Ég byrjaði hjá Konna í fjarþjálfun í desember á síðasta ári og er búin að vera hjá honum síðan. Í dag er ég hjá honum í einkaþjálfun og á þessum stutta tíma hefur hann hjálpað mér að komast í mitt besta form hingað til. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst Konna og fengið að æfa hjá honum. Án hans hefði ég ekki tekið það stóra skref að keppa á mínu fyrsta móti. Ég stefni á að keppni aftur í haust og þá á Arnold classic europe á spáni og svo bikarmóti IFBB hérna heima. Með Konna á bakvið sig er allt mögulegt.
- Rakel Norðfjörð