Verðskrá

Einkaþjálfun - Allur pakkinn í 4 vikur


Innifalið er:

12 tímar í sal með þjálfara: 12 x 1 klst í æfingum með þjálfara. Venjan er að vera saman 3x í viku en þú færð æfingarprógram til að fara eftir hina dagana.

2x ástandsmat: Í ástandsmati er viðskiptavinurinn skoðaður og metinn út frá því sem þarf að laga til að ná hinu fullkomna samræmi sem sóst er eftir í vaxtarrækt, fitness eða módel fitness. Skráð er niður hvað þarf að bæta, hvaða vöðahópar eru góðir og hvað þarf að laga. Einnig er líkamsstaða metin og athugað hvort einhverjir vöðvar séu það stífir að þeir skekkji líkamsstöðu eða beitingu í æfingum, slíkt getur valdið meiðslum og auðvitað haft áhrif á pósur á sviði. Fituprósenta er mæld og ummálsmæling tekin og allt skráð niður. Ef það er mót fram undan eru mælingar á 1 - 2 vikna fresti. Út frá þessu ástandsmati færðu svo æfingaprógram sem hæfir þér og farið verður eftir næsta mánuðinn.

Æfingaprógram: Þú færð sérsniðið æfingaprógram sem við vinnum svo saman 3x í viku og þú sjálfur 1x, 2x eða 3x í viku eftir því sem hentar hverju sinni.

Brennsluáætlun: Þú færð sérsniðna brennsluáætlun til að fylgja eftir, en hún fer eftir því hvar í ferlinu þú ert staddur-stödd, hvort það sé mót fram undan eða hvort þú sért í off-season.

Matarprógram: Þú færð sérsniðið matarprógram til að fylgja eftir, þetta prógram er svo breytilegt eftir því hvernig mælingar koma út hverju sinni.

Verð 70.000 kr ef þú ert ein(n) í tímum.
Verð 40.000 kr ef þú ert með einn æfingafélaga á móti þér í tímum.

Verð 30.000 kr ef þú ert með tvo æfingafélaga á móti þér í tímum.

Verð 25.000 kr ef þú ert með þrjá æfingafélaga á móti þér í tímum.

                              

Aðhaldspakki - Prógram, matarprógram og mælingar í 6 vikur

Innifalið er:

2x ástandsmat: Í ástandsmati ertu skoðaður/skoðuð og metin(n) út frá því sem þarf að bæta til að ná hinu fullkomna samræmi sem sóst er eftir í vaxtarrækt, fitness eða módel fitness. Skráð er niður hvað þarf að bæta, hvaða vöðahópar eru góðir og hvað þarf að laga. Einnig verður líkamsstaðan metin og athugað hvort einhverjir vöðvar séu það stífir að þeir skekkji líkamsstöðu eða beitingu í æfingum, því slíkt getur valdið meiðslum og auðvitað haft áhrif á pósur á sviði. Fituprósentan og ummálsmæling er tekin og skráð niður. Ef það er mót fram undan eru mælingar á 1 - 2 vikna fresti. Út frá þessum mælingum færðu svo æfingaprógram sem hæfir þér og farið verður eftir næstu 6 vikurnar.

Æfingaprógram: Þú færð sérsniðið æfingaprógram út frá ástandsmati sem þú ferð eftir sjálfur.

Brennsluáætlun: Þú færð sérsniðna brennsluáætlun til að fylgja eftir, en hún fer eftir því hvar í ferlinu þú ert staddur-stödd, hvort það sé mót fram undan eða hvort þú sért í off-season.

Matarprógram: Þú færð sérsniðið matarprógram til að fylgja eftir, þetta prógram er svo breytilegt eftir því hvernig mælingar koma út hverju sinni.

Verð 27.500 kr ef þú ert ein(n) í aðhaldi.
Verð 20.000 kr ef þú ert með æfingafélaga og þið mætið saman í mælingar.