Arnold Classic Amateur Europe

11 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Þá er komið að því, við erum farin til Madrid á Arnold Classic Amateur Europe. Hér kemur smá ferðasaga.

Miðvikudagur - ferðin út

Þá eru allir íslensku keppendurnir nema Hafdís Elsa komnir til Madrid. Ferðin hófst kl 6.00 í morgunn þegar haldið var áleiðis til Keflavíkur. Flogið var fyrst til Gatwick London þar sem við millilentum á leið okkar til Madrid. Ferðin gekk að mestu áfallalaust fyrir sig, fyrir utan að ein úr hópnum varð annað hvort flugveik eða fékk væga ælupest og varð því að eyða mestum tíma flugsins á salerninu. En þetta er nú reynd stelpa sem lætur ekki svona smámuni á sig fá og hafði hrist þetta af sér fyrir seinna flugið.

Hópurinn lenti í Madrid um kl 20.00 að staðartíma. Á flugvellinum skyldu svo leiðir, 5 keppendur dvelja saman í íbúð, 5 á hóteli rétt hjá mótsstað og 1 í heimagistingu. Hafdís Elsa og kærastinn hennar Garðar Ómarsson bætast svo í hópinn á morgunn.

Á morgunn fimmtudag verður svo vigtun og hæðarmæling.

Á föstudaginn keppa:

Hafdís Elsa Ásbergsdóttir (junior woman bodyfitness)
Magnea Gunnarsdóttir (bikini fitness)
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir (bikini fitness)
Elín Ósk Kragh (bikini fitness)
Margrét Edda Gnarr (bikini fitness)
Margrét Lára (bikini fitness)
Karen Lind (bikini fitness)
Kristín Guðlaugsdóttir (bikini fitness)

Og svo á laugardaginn:

Magnús Bess (vaxtarrækt)
Einhildur Ýr (bodyfitness)
Alexandra Sif (bodyfitness)
Hugrún Árnadóttir (bodyfitness)

Látum svo nokkrar ferðamyndir fylgja hér með í restina:

 

 

Komin á flugvöllinn í London