NPC Titans Grand Prix í Culver city var að ljúka

21 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Valgeir Gauti Árnason og Sylvia Narvaez Antonsdóttir voru að ljúka keppni á NPC mótinu Titans Grand Prix í Culver city California. Mótið er eitt af 12 mótum sem voru haldin þessa helgina á vegum NPC vítt og breitt um Bandaríkin.

Valgeir GautiValgeir Gauti keppti í vaxtarrækt og lenti í 2. sæti í sínum þyngdarflokki. Í flokknum voru 12 keppendur. Valgeir Gauti er búinn að keppa á þremur mótum í Bandaríkjunum á þessu ári og hefur hann lent í 2. sæti á þeim öllum.

Sylvia keppti í bikini fitness og vann sinn hæðarflokk og gerði sér lítið fyrir og vann heildarkeppnina líka. Í Sylviu flokk voru 14 keppendur. Sylvia mun svo keppa aftur eftir viku á NPC Border States í San Diego, California.

ifitness.is óskar þeim báðum til hamingju með þennan frábæra árangur!

Nicole NagraniNPC er dótturfélag IFBB og flokkast sem nokkurs konar áhugamannadeild innan IFBB. Margir pro–card hafar hjá IFBB hafa byrjað ferilinn hjá NPC, t.d. Lee Haney, Ronnie Coleman, Jay Cutler, Phil Heath, Cory Everson, Lenda Murray, Adela Garcia, Nicole Wilkins, Sonia Gonzales, Nicole Nagrani og Erin Stern svo nokkrir séu nefndir. Venjulega byrjar fólk að keppa á “city contest” líkt og Valgeir Gauti og Sylvia voru að keppa á og vinna sér þannig inn rétt til að keppa á stærri mótum líkt og:

  • Jr. USA Championships
  • Jr. National Championships
  • Masters National Championships
  • USA Championships
  • IFBB North American Championships
  • Team Universe Championships
  • National Championships

Sylvia að vinna á NPC

Á flestum mótum á vegum NPC eru kröfur þess efnis að keppendur séu með Amerískan ríkisborgararétt sem gerir keppendum utan Bandaríkjanna erfitt fyrir að vinna sér inn pro-card.

Sara Heimisdóttir er búsett í Bandaríkjunum þar sem hún er í námi ásamt því að hafa verið að keppa í figure fitness á mótum á vegum NPC.  

ifitness.is tók viðtal við Söru í ágúst 2012 þar sem hún ræðir einmitt þessi mál. Sjá nánar: https://www.ifitness.is/myndbond/vidtol