Við opnun ifitness.is á Austur
Við opnun ifitness.is á Austur

Opnun ifitness.is

30 September 2012 Konráð Valur Gíslason

Opnunarpartý Iceland fitness var haldið á skemmtistaðnum Austur í gær laugardaginn 29. september í tilefni þess að heimasíðan ifitness.is er að fara í loftið á morgun.

Talið er að um 200 manns úr fitness heiminum hafi komið saman til að fagna þessum viðburði með mér. Ég útskýrði fyrir boðsgestum hvernig hugmyndin að síðunni varð til og hvernig ég vonast til að hún verði í framtíðinni. Sýndum við svo myndbandsbrot og ljósmyndir úr tveimur tökum sem sýndar verða á síðunni og voru viðbrögð gesta vægast sagt góð. :)

Konni og stelpurnar

Hvering hugmyndin kviknaði

Hugmyndin af vefsíðunni kom um miðjan nóvember 2011 þegar góðvinur minn Ari Alexander Ergis Magnússon kvikmyndargerðarmaður skaut þeirri hugmynd að mér að gera myndband með hluta af stelpunum sem ég var að þjálfa fyrir bikarmót IFBB 2011.

Þetta leist mér auðvitað vel á og kallaður var til Bjarni Felix Bjarnason sem hlýtur að teljast einn af betri kvikmyndatökumönnum á Íslandi í dag. Jæja myndbandið var tekið upp í World Class Kringlunni með nokkrum af flottustu bikini fitness keppendum Íslands. Ari Alexander leikstýrði, Bjarni Felix myndaði, Svala Sif Sigurgeirsdóttir var sminka og ég, ásamt stelpunum í myndbandinu, setti saman æfingar og reyndi af fremsta megni að stílisera þessu eitthvað.

ifitnessgellur

Þegar búið var að skjóta um 5 klst af æfingum áframsendi ég efnið til Evu Lindar Höskuldsdóttur sem ég vissi að heði unnið edduverðlaunin 2011 fyrir klippingu á kvikmyndinni Brim.

Eva Lind í samstarfi við Eyrúnu Helgu samstarfskonu sína hjá Kukl klipptu svo efnið og má segja að þá hafi kviknað hugmyndin að vefsíðunni.

Þannig er nefnilega mál með vexti að við Íslendingar eigum fjöldan allan af mjög flottum bikini fitness, figure fitness og vaxtarræktarkeppendum sem að allir eru að reyna að koma sér betur á framfæri erlendis. Þannig að ég hugsaði hvað ef að ég myndi setja upp vefsíðu um fitness og vaxtarrækt á Íslandi á bæði íslenski og ensku. Birta svo á síðunni viðtöl, ljósmyndir af keppendum  ásamt myndböndum teknum upp af kvikmyndafólki og klippt af tveimur af bestu klippurum á Íslandi, ef það ásamt þessum frábæra árangri sem íslenskir keppendur eru að ná á stórum mótum erlendis, nær ekki athyggli umheimsins þá veit ég ekki hvað myndi gera það.

Eva Lind og Eyrún

Þá var að bara að nefna síðuna og nafnið Iceland fitness eða styttingin ifitness.is varð fyrir valinu. Við þetta bættust svo pistlar þar sem fólk tengt sportinu fjallar um hin ýmsu mál tengd fitness og vaxtarrækt eins og meiðsli, mataræði, nudd, andlegan undirbúning og fleira og fleira.

Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum frá ykkur hvernig megi bæta síðuna og eins ef þið viljið leggja ykkar að mörkum til að gera hana betri. Ég vona að þið hafið gaman af og kannski lærið þið eitthvað í leiðinni.

Bestu kveðjur,
Konráð Valur Gíslason