Women's World hefst í Pólandi í dag
Í dag byrjar mótið Women's Worlds sem haldið er í Bialystok í Pólandi. Íslendingar eru með 3 keppendur á því móti, Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Margét Edda Gnarr og Elín Ósk Kragh.
Stelpurnar muna stíga á sviðið laugardaginn 6. október og hefst forkeppnin kl. 10 að staðartíma og úrslit kl 15:00.
Það verður gaman að sjá hvort Aðalheiður Ýr haldi áfram þeirri sigurgöngu sem hún hefur verið í á þessu ári. En hún lenti í öðru sæti á Arnold Classic Amateur USA, vann svo sinn hæðarflokk hér heima á Íslandmótinu í apríl, fór svo til Danmörku og vann Bikini fitness flokkinn á Loaded Cup og að lokum varð hún heimsbikarhafi áhugamanna á Bikini World Cup í Ungverjalandi.
Margét Edda Gnarr keppti líka á Arnold Classic Amateur USA og lenti þar í 4. sæti og keppti svo hér heima á Íslandsmótinu í apríl og tók 2. sætið í sínum flokki.
Elín Ósk Kragh er að keppa í fyrsta sinn erlendis en hún keppti einmitt í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í apríl og lenti þar í 2. sæti.
Við óskum íslensku stelpunum góðs gengis á mótinu.