Blog
6 atriði sem ber að hafa í huga þegar byrjað er að æfa aftur eftir langt hlé
Nú þegar nýtt ár er að ganga í garð má ætla að ansi margir hafa sett sér það markmið að æfa meira á nýju ári. Nokkur atriði þarf þó að hafa í huga áður en lagt er af stað í átt að nýjum lífstíl.
7 leiðir til að halda sér í formi yfir hátíðarnar
Það getur verið erfitt að fylgja fitness lífstílnum yfir jól og áramót þegar endalaus jólahlaðborð, matarboð og konfekt eru fyrir framan þig nánast á hverjum degi. Hef ég því tekið saman 7 atriði til að hjálpa þér að standast freistngarnar.
World Juniors & Masters Championships
World Juniors & Masters Championships verður haldið í Ungverjalandi, nánar tiltekið í borginni Budapest, helgina 14. – 17. desember næstkomandi. Þetta mót verður sífellt stærra í sniðum og að þessu sinni eru 350 keppendur frá 50 löndum skráðir til leiks. IFBB á Íslandi mun að þessu sinni senda fjóra fulltrúa á mótið en það eru:
Fitness stelpur baka fyrir Samhjálp
Þann 1. desember síðastliðinn tóku nokkrar fitness skvísur sig saman og bökuðu nokkrar af uppáhalds smákökunum sínum til þess að gefa góðu málefni. Þessar stelpur voru Sif Sveinsdóttir, Aðalheiður Ýr, Kristín Egilsdóttir, Jóhanna Hildur og Eva Mist (verðandi fitness drottning).
Katrín Edda og Conny
Ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan síðast. Dagarnir líða nokkurn veginn eins. Skólinn, æfingar, lærdómur, harðsperrur á miðvikudögum eftir fótaæfingu þriðjudagsins, helgar, jólaskraut. Jólamarkaðir fara að poppa upp á hverju horni hvað úr hverju og Tryggvi er farinn að heimta að skreyta íbúðina með eins og einu hreindýri eða tveimur.
Kveðja frá Köben
Eftir að hafa verið skikkuð í æfinga-fækkun, af maddömmum leiklistaskólans, hefur Lína lært ýmislegt. Hún hefur lært hvað það getur verið gott fyrir vöðvana að hvíla, hvað hún eeelskar að lyfta þungum hlutum og leggja þá niður aftur, hversu mikilvægt það er að teygja, að hvert sett skiptir máli, að maður getur hlakkað meira til þess að fara á æfingar en nokkurn tíman jólanna (fröken langsokkur getur ekki talist jólabarn).
Bikarmót IFBB dagur 2 - Stelpur
Þá er síðari degi bikarmóts IFBB lokið. Mótið fór vel fram, stóðst allar tímaáætlanir, hlé voru stutt og lítil bið eftir keppendum. Una Margrét Heimisdóttir vann unglingafitness flokkinn og getur hún því bætt bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistartitilinn 2011.
Bikarmót IFBB dagur 1 - Strákar
Jæja þá er frábæru kvöldi í Háskólabíó að ljúka. Að þessu sinni var bikarmóti IFBB skipt niður á tvo daga, strákarnir á þeim fyrri, stelpurnar seinni.Það gætti smá óánægju á meðal keppenda með þessa skiptingu en ég held að eftir þetta kvöld þá hafi flestir verið sáttir við ákvörðun forsvarsmanna IFBB á Íslandi, þá Einar Guðmann og Sigurð Gestsson.
Keppendafundur fyrir Bikarmót IFBB 2012
Þá er keppandafundi fyrir Bikarmót IFBB lokið og ljóst orðið að það hafa orðið nokkur forföll hjá keppendum. Fyrirfram var búist við um 150 keppendum en það er nokkuð víst að talan verður líklega nær 130.
J - Dag í Danmörku
Nú er hinu árlega haustfrí Dana nýlokið og Lína fékk að taka þátt í því. Öll skólabörnin, þar á meðal fröken Langsokkur fengu vikufrí í skólanum og mamma og pabbi tóku sér mörg hver frí líka, þetta er nefninlega fjölskyldustund.